Dec 10, 2020
Karen Knútsdóttir er landsliðskona í handknattleik og leikstjórnandi með meistaraflokki kvenna í Fram. Hún hefur náð frábærum árangri með liðinu og liðið hefur nokkrum sinnum orðið Íslands- og bikarmeistari. Karen var erlendis í atvinnumennsku um árabil og spilaði með þrem mismunandi liðum; Nice í Frakklandi, SönderjyskE í DK og Blomberg/Lippe í Þýskalandi. Karen hefur verið einn lykilleikmaður íslenska landsliðsins í yfir áratug og spilað með liðinu á þrem stórmótum.
Karen eignaðist nýlega barn en stefnir ótrauð á að snúa aftur til keppni fljótlega.
Í viðtalinu, sem er tekið af Kristínu Birnu Ólafsdóttur, talar Karen um ferilinn, æfingar hérlendis sem og erlendis og ýmislegt annað skemmtilegt.