Preview Mode Links will not work in preview mode

Ragna Ingólfsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir-Johnson ræða við íslenskt afreksíþróttafólk og íslenska þjálfara.

Jul 5, 2021

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er Íslandsmethafi í 100m, 200m og 60m hlaupi og hefur verið lykilmanneskja í landsliði Íslands um árabil þrátt fyrir ungan aldur. Guðbjörg Jóna er Ólympíumeistari ungmenna í 200m hlaupi, en þeim merka áfanga náði hún árið 2018 í Argentínu og er hún eini Íslendingurinn sem á gull frá Ólympíuleikum ungmenna. Guðbjörg Jóna varð einnig Evrópumeistari U18 í 100m hlaupi og náði 3. sæti á sama móti í 200m hlaupi. Hún hefur einnig unnið þónokkur verðlaun á Norðulandameistaramótum U20 og hefur verið lykilmanneskja í landsliði Íslands í mörg ár þrátt fyrir ungan aldur. Guðbjörg Jóna stundar nám í sálfræði við Háskólann í Reykjavík samhliða því að æfa og keppa af fullu kappi.
Í viðtalinu sem er tekið af Kristínu Birnu Ólafsdóttur talar Guðbjörg um æfingar, keppnir, lífið og ýmsar áskoranir sem fylgja því að æfa og keppa á alþjóðavettvangi.