Jan 29, 2021
Valgarð er margfaldur Íslandsmeistari í fimleikum og lykilmaður í landsliði Íslands undanfarin ár. Hann hefur keppt með góðum árangri á alþjóðlegum mótum eins og Evrópu- og heimsmeistaramótum, Norðurlandamótum og Smáþjóðaleikum. Valgarð stefnir á að komast á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og er á fullu að undirbúa sig fyrir það ásamt því að stunda nám við Háskólann í Reykjavík.
Í viðtalinu sem er tekið af Kristínu Birnu Ólafsdóttur talar Valarð um fimleikana, æfingar og keppnir hérlendis og erlendis sem og ýmsar áskoranir sem fylgja því að æfa og keppa á alþjóðavettvangi.