Preview Mode Links will not work in preview mode

Ragna Ingólfsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir-Johnson ræða við íslenskt afreksíþróttafólk og íslenska þjálfara.

Aug 3, 2021

Ásgeir er skotíþróttamaður sem sérhæfir sig í loftskammbyssu og frískammbyssu. Ásgeir á langan og farsælan feril að baki en hann byrjaði að keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum unglingamótum þegar hann var 16 ára og nú, 20 árum síðar er hann á leið á sína aðra Ólympíuleika. Hann á Íslandsmetin í öllum sínum greinum og hefur keppt og komist í úrslit á öllum stærstu mótum í Evrópu, s.s. á Evrópumeistaramótum, Evrópuleikum og einnig á heimsbikarmótum.

Í viðtalinu talar Ásgeir um skotíþróttina og lífið í tengslum við íþróttina og utan hennar.